Einstaklingar sem eru eigendur íbúðarhúsa og þurfa að endurnýja ofna í húsum sínum geta fengið kostnaðarþátttöku sem nemur allt að 75% af kostnaði við ofnakaup í hús sitt, sbr. þó 3. tl. Kostnaðarþátttakan nær til ofnakaupa og/eða efnis í pípukerfi í gólfhitabúnað eingöngu en ekki til stýribúnaðar, ofnloka eða lagnakerfis að ofnum.
Til að eiga rétt á framangreindri kostnaðarþátttöku þarf viðkomandi að leggja fram reikning sem sýnir að umræddur búnaður hafi verið keyptur og sé að fullu greiddur. Starfsmaður sveitarfélagsins skal hafa fullan aðgang að viðkomandi fasteign í því skyni að sannreyna að ofnarnir hafi verið keyptir til notkunar þar.
Hámark kostnaðarþátttöku til eigenda hverrar íbúðar vegna 1. og 2. tl. er 250 þús. kr. Skilgreining íbúðar er að hún sé skráð sem sérstakt fasteignanúmer og/eða sé sannanlega íbúð í skilningi byggingarreglugerðar.
Kostnaðarþátttaka þessi gildir frá 1. maí 2008 til 1. maí 2015 og skulu húseigendur hafa skilað inn umræddum reikningum og óskað eftir greiðslu fyrir þann tíma til að eiga rétt á greiðslum skv. 1. og 2. tl.
Ákvæði um kostnaðarþátttöku getur átt við þær eignir sem standa utan þess svæðis sem hitaveita býðst á Skagaströnd og gildir þá um kaup á ofnum fyrir vatnshitunarkerfi og hönnun á því kerfi. Litið er svo á að þar með sé stutt við undirbúning að mögulegri hitveituvæðingu umræddra húseigna.
Sveitarstjóri