Fjarskipti
Til hamingju við - 5G er mætt á Skagaströnd! Allir notendur með SIM-kort frá Símanum geta nú notið mun hraðari 5G tengingar þökk sé nýju stöðinni sem Míla setti upp í vikunni. Vodafone og Nova hafa ekki falast eftir því að setja upp 5G sendi en hver veit hvort það verður á plani hjá þeim í framtíðinni.
Starlink: Mílu teymið setti upp allan búnað þegar þau mættu á Skagaströnd til að setja upp 5G og nú á bara eftir að virkja þjónustuna sem ætti að gerast í næstu eða þarnæstu viku. Íbúar verða upplýstir um framgang mála.
Framkvæmdir við Ásgarð
-Búið er að reka allar stálþilsplötur niður.
-Búið er að setja upp alla stagbita og stög.
-Byrjað er að keyra fyllingarefni II (kjarna) í bryggju undir stög.
Framundan er að:
Halda áfram með endurfyllingu í bryggju upp undir kantbita og undirbúningur kantbita.
Vegagerðin bauð út seinni hluta verksins Ásgarður - þekja og lagnir 2025 þann 10. febrúar sl. Tilboð voru opnuð þann 25. febrúar sl. og bárust 3 tilboð í verkið. Vegagerðin leggur til að gengið verði til samninga við lægst bjóðanda, Verk lausn ehf.
Friðrik Jónsson ehf.
|
107.135.258
|
Neglan Byggingafélag ehf
|
89.997.500
|
Áætlaður verktakakostnaður
|
87.759.100
|
Verk lausn ehf.
|
75.902.420
|
Ránarbraut
Framkvæmdir hafa gengið vel. Áætlaður afhendingartími frá verktaka til Brákar er í byrjun september 2025. Þegar afhendingartími hefur verið staðfestur og öryggisúttekt framkvæmd verður auglýst eftir leigjendum á vef Brákar og heimasíðu sveitarfélagsins.
Sveitarstjóri