Hreppsnefnd Höfðahrepps og stjórn Rarik hafa samþykkt viljayfirlýsingu þess efnis að stefnt sé að því að leggja hitaveitu frá Reykjum til Skagastrandar. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist árið 2007 ef nægjanlegt vatn finnst á svæðinu sem nú þegar hefur að hluta til verið virkjað fyrir hitaveitu Blönduóss.
Á undanförnum árum hefur verið leitað að heitu vatni í nágrenni Skagastrandar án þess að viðunandi árangur næðist. Hreppsnefndin fór því þess á leit við Rarik að lögð yrði hitaveita til Skagastrandar.