Á fundi sveitarstjórnar 17. nóvember sl. var samþykkt að bjóða, eins og undanfarin ár, frístundakort sem nemi allt að 15 þúsund krónum fyrir hvert grunnskólabarn sem tekur þátt í íþrótta- og æskulýðsstarfi.
Ákvörðun um frístundakort gildir frá 1. september 2010 til 31. ágúst 2011.
Frístundakortin ná til starfsemi íþróttafélaga auk hverskonar skipulagðs félags- og tómstundastarfs sem stendur í sex vikur eða lengur og greitt er fyrir með þátttökugjaldi. Þar að auki gildir kortið fyrir aðra tómstundaiðkun, s.s. tónlistar- og listnám.
Síðasti greiðsludagur vegna tímabilsins er 15. september 2011