Frístundakort fyrir grunnskólanema

Sveitarstjórn Skagastrandar hefur endurnýjað ákvörðun sína um að foreldrar barna á Skagaströnd geta fengið 15 þúsund króna styrk, fyrir hvert barn, sem þátt tekur í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Frístundakortin gilda frá 1. sept. 2008 til 31. ágúst 2009.

Þátttaka í tómstundastarfi getur verið afar kostnaðarsöm og þá sérstaklega fyrir stórar fjölskyldur. Frístundakortunum er ætlað að draga úr kostnaði og jafna möguleika ungmenna til þátttöku í slíku starfi, óháð félagslegum aðstæðum og efnahag fjölskyldna þeirra.

Frístundakortin ná til starfsemi íþróttafélaga auk hverskonar skipulagðs félags- og tómstundastarfs sem stendur í sex vikur eða lengur og greitt er fyrir með þátttökugjaldi. Þar að auki gildir kortið fyrir aðra tómstundaiðkun, s.s. tónlistar- og listnám.

Með frístundakortunum eiga foreldrar barna á grunnskólaaldri rétt á 15 þúsund króna styrk, fyrir hvert barn, til niðurgreiðslu á íþrótta- og tómstundastarfi. Eftir að greitt hefur verið fyrir það námskeið eða starf sem barnið vill taka þátt í, er farið með kvittunina á skrifstofu sveitarfélagsins þar sem áðurnefnd fjárhæð er endurgreidd.

Einu skilyrðin við notkun frístundakortsins eru þau að starfsemin sé viðurkennd af sveitarstjórn og um hana séu veittar allar þær upplýsingar sem óskað er eftir.

 

Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu sveitarfélagsins.