Á morgun verður formleg opnun á fuglaskoðunarhúsinu á Spákonufellshöfða.
Klukkan 17:00 verður gengið frá bílastæðinu syðst á höfðanum, við Salthúsið. Einnig er hægt labba upp frá Tjaldklauf, sunnan við Bankastræti. Vinsamlegast gangið ekki upp frá Laufási.
Hægt er að leggja bílum á planinu syðst á höfðanum, þar sem gömlu tankarnir voru og við sundlaugina.
Eitthvað er um Kríu á höfðanum, gott er að taka með sér prik eða golfkylfu.
Frekari merkingar um aðkomu að húsinu verða settar upp í sumar.
Vonumst til að sjá sem flest.