Boðað er til fundar í Fellsborg á Skagaströnd miðvikudaginn 9. september kl. 18 - 19. Þar verður kynnt alþjóðlegt samstarfsverkefni sem hefur það markmið að vinna að sjálfbærri þróun náttúrulífsferðamennsku á norðlægum slóðum.
Verkefnið nefnist The Wild North og felst í víðtækri samvinnu ferðaþjónustuaðila, rannsóknaraðila og opinberra stofnana í fjórum löndum á sviði rannsókna, menntunar og vöruþróunar.
Gerðar eru þriggja ára rannsóknir á völdum áfangastöðum þar sem dýra- og fuglalíf er í forgangi. Niðurstöðunar verða m.a. notaðar til þess að útbúa umgegnisreglur fyrir ferðaþjónustuaðila og gesti á áfangastöðum þar sem villt dýr eru skoðuð.
Rannsóknir fara nú fram í Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Grænlandi, Færeyjum og Íslandi.
Á Skagaströnd er verið að kanna þau áhrif sem ferðamenn hafa á fuglalíf í Spákonufellshöfða. Auk þessa er á vegum The Wild North á Íslandi unnið að rannsóknum á refum á Hornströndum, selum á Vatnsnesi, fuglum á Spákonufellshöfða og hvölum á Skjálfanda.
Náttúrustofu Norðurlands vestra er falið að rannsaka áhrif fótgangandi fólks á fuglalífi í Spákonufellshöfða, kortleggja fuglabyggðina, telja fugla og hreiðurstæði þeirra, ásamt því að skoða þau áhrif sem umferð ferðamanna hefur á daglegt líf fugla á svæðinu.
Sveitarfélagið Skagaströnd sér um uppbyggingu á Spákonufellshöfða og eftirlit. Það ber ábyrgð á verkstjórn og framkvæmd verkefnisins og er tengiliður við verkefnisstjóra og verkefnisstjórn TWN.
Dagskrá fundarins