Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina, 29. júlí - 31. júlí. Mótið er fyrir börn á aldrinum 11-18 ára og eru keppnisgreinarnar mjög fjölbreyttar.
Inga María Baldursdóttir, framkvæmdastjóri USAH og Heimir Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Hvatar munu halda fund fyrir foreldra þeirra barna sem hafa það í hyggju að fara á mótið, mánudagskvöldið 4. júlí kl. 20:00 á skrifstofu USAH og Hvatar sem er í sama húsi og Samkaup á Blönduósi, en á annarri hæð.
Á fundinum verður mótið kynnt og farið yfir keppnisgreinar á mótinu. Við hvetjum alla foreldra sem hafa áhuga á þessum skemmtilega viðburði að mæta á fundinn.