Gagnagrunnur sáttanefndabóka - Opnunarhóf og málþing 29. júní 2024 kl. 14:00 – 17:00 að Einbúastíg 2 Skagaströnd

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra býður til opnunarhófs Gagnagrunns
sáttanefndabóka í húsakynnum Rannsóknaseturs HÍ á Norðurlandi vestra
Einbúastíg 2, Skagaströnd og málþings um störf sáttanefnda á Íslandi.
Setrið hefur frá árinu 2019 í samstarfi við Þjóðskjalasafn Íslands og Héraðsskjalasafn Skagfirðinga unnið að gerð opins
veflægs gagnagrunns yfir allar varðveittar sáttabækur frá stofnun sáttanefnda hér á landi árið
1798 til ársins 1936.
Gagnagrunnurinn er aðgengilegur öllum almenningi á vef Þjóðskjalasafns Íslands, heimildir.is, og verður opnaður með formlegum hætti við þetta tilefni.
Einnig verða haldin erindi um sögu og störf sáttanefnda á Íslandi á 19. og 20. öld.

Léttar veitingar verða í boði.

Allir velkomnir!