Við drengirnir í hljómsveitinni Janus erum núna þessir: Gummi Jóns aðalsprautan,Hjörtur Guðbjarts,Fannar Viggós,Þórarinn Grétars,Þorvaldur Skafta og Kristján Blöndal,
en fyrir svo sem tuttugu árum þá spiluðum við á nokkrum dansleikjum á Skagaströnd og tókst það ágætlega því Gummi lét okkur æfa svolítið og myndaðist þá þessi skemmtilega kemestría svokallaða þegar menn ná almennt vel saman í samspili jafnt tóna sem og í húmor og samræðum.
Því er gaman að að tala um það að nú erum við að koma saman aftur eftir langan tíma fyrst á Kántrýhátíðinni 2001 á útisviðinu sem var feykilega gaman og svo næst í Kántrýbæ í Okt.2004 og svo núna síðast í Kántrý í Nóv.2005.
Það er tilvalið fyrir ferðamenn að skjótast á Skagaströnd og tjalda á frábæru tjaldstæði og mæta svo í Kántrýbæ á Föstudagskvöldið.
Það eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Bestu þakkir.
Kristján Blöndal.