Hópur fólks ætlar að ganga saman frá Skagaströnd til Blönduóss um 22 km leið á morgun, fimmtudaginn 21. maí, uppstigningardag.
Ætlunin er að stoppa af og til á leiðinni, borða nesti, spjalla við samferðamennina og teygja svolítið.
Árni Geir fylgir hópnum á bíl og getur fólk hvílt sig í honum ef það þreytist á göngunni. Salernisstopp verður á Hóli þar sem við erum svo heppin að þekkja vel húsfreyjuna þar.
Minnt er á að þessi ganga er hugsuð fyrir alla sem vilja njóta góðs félagsskapar, veðurblíðunnar og náttúrunnar. Þó vegalengdin virðist við fyrstu sýn nokkuð mikil er hún þó auðgengin og í góðum félagsskap flýgur tíminn áfram og fyrr en varir er komið á áfangastað.
Upplagt er að enda gönguna á að fá sér kaffi eða ís á N1 á Blönduósi.
Hver og einn er á eigin vegum varðandi heimferð, hvatt er til þess að göngumenn samnýti bíla. Að sjálfsögðu er hægt að vinna saman og skilja eftir einn eða tvo bíla á Blönduósi kvöldið fyrir göngu.