Gleðibankinn stofnaður

Á miðvikudagskvöldið 10. desember kl. 20:30 verður haldin skemmtun í Bjarmanesi. Um er að ræða dálitla tilraun til að vega upp á móti niðurdrepandi krepputali og bölsýni. Fyrir framtakinu stendur hópur Skagstrendinga sem finnst tilveran of góð til að eyða henni í stöðuganbarlóm: 


„Við neitum því að láta kreppuna stjórna lífi okkar heldur tökum á móti jólum og hækkandi sól með gleði í hjarta ... Þess vegna ætlum við að koma saman og stofna Gleðibankann.“

 

Dagskrá kvöldsins

  • Gleðibankinn, kynning og stofnun
  • Skagstrendskar skopsögur
  • Sagt frá skeri nokkru sem er enn kaldara, í máli og myndum
  • Afsláttardagurinn kynntur og gleðikortið afhent
  • Tónlist, uppspretta gleðinnar
  • Upplestur úr jólabókum
  • Afhending hlutabréfa
  •  Fallbyssan: Öllu neikvæðu skotið út í hafsauga                 
  •  Kaffi, kakó og kökur í boði Sjóvá

Við skrifum bölsýnina og vandamálin á litla miða, setjum þá í fallbyssuna og svo skjótum við ófögnuðinum út í geiminn. Búið ...!!

 

Afsláttardagurinn

 

Föstudaginn 12. desember 2008 veita eftirtalin fyrirtæki á Skagaströnd afslátt gegn framvísun gleðikortsins:

 

      • SamkaupÚrval .....    5%*)

      • Kántrýbær ............     10%*)

      • Söluskálinn ...........10%*)

      • Olís ....................... 5 krónu afsláttur af eldsneyti.

 

*) Afslátturinn gildir ekki fyrir áfengi og tóbak.

 

Öllum er heimill aðgangur að skemmtuninni og er ekki krafist neins aðgangseyris.