Á miðvikudagskvöldið 10. desember kl. 20:30 verður haldin skemmtun í Bjarmanesi. Um er að ræða dálitla tilraun til að vega upp á móti niðurdrepandi krepputali og bölsýni. Fyrir framtakinu stendur hópur Skagstrendinga sem finnst tilveran of góð til að eyða henni í stöðuganbarlóm:
„Við neitum því að láta kreppuna stjórna lífi okkar heldur tökum á móti jólum og hækkandi sól með gleði í hjarta ... Þess vegna ætlum við að koma saman og stofna Gleðibankann.“
Dagskrá kvöldsins
Við skrifum bölsýnina og vandamálin á litla miða, setjum þá í fallbyssuna og svo skjótum við ófögnuðinum út í geiminn. Búið ...!!
Afsláttardagurinn
Föstudaginn 12. desember 2008 veita eftirtalin fyrirtæki á Skagaströnd afslátt gegn framvísun gleðikortsins:
• SamkaupÚrval ..... 5%*)
• Kántrýbær ............ 10%*)
• Söluskálinn ...........10%*)
• Olís ....................... 5 krónu afsláttur af eldsneyti.
*) Afslátturinn gildir ekki fyrir áfengi og tóbak.
Öllum er heimill aðgangur að skemmtuninni og er ekki krafist neins aðgangseyris.