Hvernig getur fámennur klúbbur byggt upp góðan golfvöll? Þessari spurningu og fleirum velti breski golfblaðamaðurinn Nic Brook fyrir sér og til að fá svör sótti hann Skagströnd heim og kynnti sér golfvöllinn.
Blaðamaður var hér á ferð með Ásbirni Björgvinssyni framkvæmdastjórastjóra Markaðsstofu ferðamála á Norðurlandi. Þeir hittu nokkra forvígismenn Golfklúbbs Skagastrandar og spurði Nic Brook fjölda spurninga um golfvöllinn og Skagaströnd.
Nic Brook tók þátt í Artic Open golfmótinu og Akrueyri og var hann mjög ánægður með þá upplifun.
Blaðamaðurinn skrifar fyrir breska stórblaðið Daily Mirror og má búast við umfjöllun hans á síðum blaðsins á næstunni.
Meðfylgjandi myndir voru teknar meðan á dvöl hans stóð. Á efri myndinni eru Nic Brooks lengst til vinstri, þá Ábjörn Björgvinssona og lengst til hægri er Steindór R. Haraldsson.
Lesendur utan Skagastrandar taka væntanlega eftir bláum himni og fögru útsýni. Þannig er þetta alltaf á Skagströnd ...