Sveitarstjórnin ályktaði eftirfarandi um sameiningar heilbrigðisstofnana á fundi sínum 27. janúar:
Sveitarstjórn Skagastrandar lýsir áhyggjum yfir því að heilbrigðisráðherra hafði ekki meira samráð en raun bar vitni við heimamenn um þær breytingar sem kynntar hafa verið á starfsemi heilbrigðisstofnana víða um land. Mjög brýnt er að sú grunnþjónusta sem verið hefur í A-Húnavatnssýslu skerðist ekki frá því sem verði hefur. Sveitarstjórn krefst þess að heilbrigðisyfirvöld tryggi að svo verði ekki.
Nú er bara spurning hvort núverandi heilbrigðisráðherra, Ögmundur Jónasson, breyti þeirri ákvörðun en eins og flestir vita hvaði fyrrverandi ráðherra áður ákveðið að sameina stofnanirnar á Blönduósi og Sauðárkróki undir eina stofnun.