Framkvæmdir eru nú hafnar við lengingu Miðgarðs í Skagastrandarhöfn. Verkið er fólgið í gerð trébryggju sem gerð úr Azobé harðvið og verður 40 m á lengd og 320m2 að flatarmáli. Heildarkostnaður við verkið er áætlaður rúmar 40 milljónir og verklok eru áætluð í lok maí nk.
Fyrsti hluti verksins sem nú er hafinn er rekstur staura í framlínu bryggjunnar. Þar sem botn hafnarinnar er úr mjög hörðum efnum þarf að bora og sprengja fyrir staurunum áður en þeir eru reknir niður. Dynkur sem heyrðis víða um Skagaströnd um kl 20.10 í gærkvöldi var vegna slíkrar sprengingar. Um er að ræða 28 staura og má því reikna með að dynkir af sprengingum heyrist og jafnvel finnist í nágrenni hafnarinnar næstu daga eða vikur. Íbúar á Skagaströnd eru beðnir að sýna þolinmæði gagnvart því ónæði sem framkvæmdirnar kunna að valda.
Í öryggisskini er mikilvægt að allir virði þau fjarlægðarmörk sem verktaki setur á meðan sprengingar fara fram og að um vinnusvæði er að ræða.
Sveitarstjóri