Skagaströnd auglýsir eftir kraftmiklum hafnarverði.
Skagaströnd er fallegt sjávarþorp á Norðurlandi vestra.
Íbúar í Sveitarfélaginu Skagaströnd eru um 480 og starfsmenn þess um 48 talsins.
Hafnarvörður sinnir daglegum verkefnum á Skagastrandarhöfn.
Lagt er upp með 50-70% stöðugildi.
Helstu verkefni
Hafnarvörður starfar við leiðsögn og öryggiseftirlit við höfn og sinnir verkefnum hafnarvarða, s.s. vigtun afla, samskipti við Fiskistofu, móttöku og röðun skipa í höfn, afgreiðslu vatns og rafmagns til skipa og tilfallandi viðhaldsvinnu. Hafnarvörður sér einnig um vinnslu og útgáfu reikninga til viðskiptavina hafnarinnar. Þá vaktar hann sömuleiðis síma utan dagvinnutíma.
Hæfniskröfur
Laun og starfskjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Umsóknum skal skila á netfangið katrin@kradgjof.is. Umsóknarfrestur er til og með 29. maí og æskilegt að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst. Upplýsingar um starfið er hægt að nálgast með því að senda fyrirspurn á netfangið fulltrui@skagastrond.is.