Hátíðafundur

 Tómstunda- og menningarmálanefnd boðar til almenns fundar um bæjarhátíðir á Skagaströnd. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 13. nóvember 2014, kl 20.30 í Fellsborg.

Á fundinum verður kannað og rætt hvaða hugmyndir íbúar hafa um bæjarhátíð á Skagaströnd og rætt um hvort, hvenær og hvernig slíkar hátíðir verði haldnar. Nefndin mun síðan vinna úr þeim hugmyndum sem fram koma.

Allir eru velkomnir á fundinn og sérstaklega óskað eftir að hugmyndríkt og skemmtilegt fólk mæti.  




Þeir sem ekki sjá sér fært að mæta en hafa góðar hugmyndir eru hvattir til að skila inn erindi til nefndarinnar. Hægt er að skila því inn á skrifstofu Sveitarfélagsins eða á netfangið: sigurlaugingimundardottir@gmail.com




 

Tómstunda- og menningarmálanefnd