Sveitarfélagið Skagaströnd hefur gert samning við fjallskiladeildir Skagabyggðar um að annast smölun á afrétti sveitarfélagsins.
Fyrri göngur eru áætlaðar 11. september og seinni göngur 18. september nk. Gert er ráð fyrir að heiðin verði smöluð þessa daga til Fossárréttar og Kjalarlandsréttar en Borgin daginn eftir og þá verði réttað í Fellsrétt. Nánar er gerð grein fyrir þessu í gangnaseðlum fjallskiladeilda Skagabyggðar.
http://www.skagastrond.is/frettir/users3/stjori/Gangnaseðill%202010.pdf
Gangnaseðill í Spákonufellsborg er svohljóðandi:
Fyrri haustgöngur fara fram sunnudaginn 12. september 2010. Seinni haustgöngur fara fram sunnudaginn 19.september 2010. Eftirleitir verða 25.september 2010.
Gangnaforingi er Rögnvaldur Ottóson
Réttarstjóri í fjárrétt er Sigrún Guðmundsdóttir
Réttarstjóri í hrossarétt er Rögnvaldur Ottósson
Farið fram Hrafndal og fram í Ármót, vestur Brandaskarð með hreppagirðingu að norðan. Spákonufellsborg að sunnanverðu að Hrafná að Fellsrétt. Undanskilin er skógræktargirðing.
Í borgina leggi eftirtaldir til menn:
Fyrri göngur Seinni göngur
Rögnvaldur Ottósson 1 1
Hallgrímur Hjaltason 3 3
Magnús Guðmannsson 1
Guðjón Ingimarsson 2 2
Rúnar Jósefsson 1
Vignir Sveinsson 2 2
Í eftirleit fara fjórir menn. Þær annast Rögnvaldur Ottósson.
Fjallskilanefnd Skagabyggðar, Skagabúð 29.ágúst 2010