FUNDI FRESTAÐ vegna COVID-19. Fundinn verður annar fundartími þegar aðstæður leyfa.
Sveitarfélagið Skagaströnd býður íbúum sem eru 60 ára eða eldri til fundar í Félagsheimilinu Fellsborg, miðvikudaginn 11. mars nk. kl. 17:30.
Aðstaða til hreyfingar og líkamsræktar á Skagaströnd er góð og eru margir íbúar sem nýta sér hana nú þegar.
Okkur langar til þess að koma enn betur til móts við bæjarbúa og heyra álit og áhuga þessa aldurshóps á frekari heilsueflingu.
Ásdís Adda Ólafsdóttir sjúkraþjálfari verður okkur innan handar og heldur erindi um ávinning hreyfingar og mikilvægi hennar.
Dagskrá fundar:
1. Ávinningur hreyfingar
2. Möguleikar til nýtingar á þreksal íþróttahúss, sundlaugar og íþróttasals
3. Hugmyndir og óskir bæjarbúa
Vonumst við til þess að sem flestir sjái sér fært að mæta.
Sveitarstjórn