Ellefu bútasaumskonur á Skagaströnd og Blönduósi afhentu heilsugæslunni á Skagaströnd veggteppi. Þærr hafa hist regluleg í um sex til sjö ár og unnið að bútasaumi. Meðal annars hafa þær gefið veggteppi á Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi og leikskólann.
Við hátíðlega athöfn á fimmtudaginn var veggteppið afhent Heilsugæslunni og því fundið veglegur staður.
Listamennirnir hafa saumað inn í teppið tilvísanir til umhverfisins. Í miðjunni er t.d. Árnes, elsta húsið á Skagaströnd og ísbjarnarhúnar eru vísun til nafns sýslunnar.
Meðfylgjandi mynd tók Ólafur Bernódusson.