Hetjur hafsins – Sjómannadagurinn á Skagaströnd 2019

Föstudagurinn 31. maí 2019

17:00 – 18:30     Sundlaugarpartý

20:00                  Útsýnissigling á Húnaflóa

21:00                  Hátíðin Hetjur hafsins sett formlega með fallbyssuskoti á hátíðarsvæði

21:10                  Systkinatónleikar í Bjarnabúð.

Björgunarsveitin Strönd verður með sjoppu á tónleikunum.

Skagstrendingar eiga mikið af tónlistarfólki sem þó lætur mismikið til sín taka opinberlega. Allir flytjendur kvöldsins eiga það sameiginlegt að vera systkini og hafa sungið saman frá blautu barnsbeini. Á tónleikunum koma eftirfarandi fram:

  • Eygló og Viktor Valdimarsbörn
  • Hafþór og Guðbjörg Gylfabörn
  • Ástrós og Jón Elísbörn
  • Guðmundur og Kristín Jónsbörn
  • Anna og Þorvaldur Skaftabörn
  • Jón Ólafur og Jenný Sigurjónsbörn
  • Þorbjörnsbörn
  • Sara og Almar Fannarsbörn  

Laugardagurinn 1. júní 2019

 

10:30 – 11:00     Skrúðganga frá hátíðarsvæði að Hólaneskirkju

11:00 – 12.00    Sjómannadagsmessa í Hólaneskirkju:

  • Sjómannadagskórinn syngur
  • Ræðumaður er Ólafur Bernódusson
  • Að messu lokinni verður lagður blómsveigur að minnisvarða um drukknaða sjómenn

13:30                Undirbúningur fyrir karnivalskrúðgöngu hefst við Höfðaskóla, andlitsmálning í boði

14:00                Karnivalskrúðganga frá Höfðaskóla að hátíðarsvæði – sérstaklega er hvatt til þess að mæta skemmtilega uppáklædd, í búningum eða hvaðeina. Tralli trúður verður með í göngunni og björgunarsveitarmenn á fjórhjólum!

14:30                Skemmtidagskrá á hafnarsvæði: fallbyssuskot, leikir og Einar einstaki sýnir töfrabrögð, seldar verða pylsur, grillaðar samlokur, svaladrykkir og sælgæti

16:00 – 17:30    Team 545 opnar aðstöðu sína fyrir gestum og gangandi og sýna bílana

16:00 – 18:00    Ljósmyndasýning heimamanna í gamla frystiklefanum í Listamiðstöðinni Nesi

 

21:30                  Tónleikar í Bjarnabúð

Björgunarsveitin Strönd verður með sjoppu á tónleikunum. Eftirfarandi flytjendur koma fram:

  • Skagabandið
  • Guðlaugur og Brynja (frumflytja nýtt lag um Skagaströnd)
  • Huginn Frár og DJ – Þormóður Eiríksson

Sunnudagurinn 2. júní 2019

14:00 – 16:00       Lummukaffi í Árnesi

14:00 – 16:00       Húsdýragarður á Holtinu

14:00 – 16:00       Markaður á bílastæðinu við ærslabelginn/Borgina: Beint frá bíl

14:00 – 16:00       Ljósmyndasýning heimamanna í gamla frystiklefanum í Listamiðstöðinni Nesi