Laugardaginn 21. janúar keppti hljómsveitin “SPOR” frá Skagaströnd í árlegri hljómsveitarkeppni, “Allra veðra von”, í Vestmannaeyjum. Skemmst er frá því að segja að Skagstrendingarnir ungu stóðu sig frábærlega og urðu í öðru sæti af þrettán hljómsveitum í keppninni. Verðlaunin eru að spila á “Þjóðhátíð 2006”. Hljómsveitina “SPOR” skipa fjórir ungir menn, Almar söngvari, Ómar gítarleikari, Sævar trommuleikari og yngsti meðlimurinn er Kristján bassaleikari. Hljómsveitin spilar svokallað “Heavy Metal” rokk og hefur verið iðin við að semja lög. Umfjöllun um þessa keppni var í þættinum “Rokkland” á Rás 2 á sunnudaginn og verður þátturinn endurtekinn eftir 10 fréttir þriðjudaginn 24. janúar.
Tómstunda- og íþróttafulltrúi.