Starfsmenn Sjávarlíftæknisetursins BioPol á Skagaströnd heímsóttu leikskólann Barnaból í morgun. Þau höfðu meðferðis kálf sem hafði komið úr hnísu sem veiddist í grásleppunet við rannsóknarveiðar BioPol við Málmeyjarfjörð. Hnísan var 161 cm á lengd og 79 kg og reyndist semsagt vera kálfafull. Kálfurinn var karlkyns, 79 cm langur og 6,5 kg.
Krakkarnir voru mjög áhugasamir og spurðu margra spurninga. Þau ákváðu að kálfurinn ætti að heita Sævar þar sem hann hefði átt heima í sjónum.
Ljósm. Ólafía Lárusdóttir