Höfðaskóli efnir til samkeppni um skólasöng (lag og texti) og merki skólans.
Lagið þarf að vera í þægilegri söngtóntegund og textinn þarf að einhverjum hluta að passa einkennisorðum skólans.
Merki skólans verður notað sem táknmynd hans á opinberum vettvangi.
Einkennisorð skólans eru styrkur, vinsemd, virðing.
Þátttakendur skila hugmyndum sínum til skólastjóra fyrir 1. febrúar 2010.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu skólans www.hofdaskoli.skagastrond.is .