13.12.2003
Slökkvilið Skagastrandar og björgunarsveitin Strönd
voru kölluð út um kl 14 í dag, laugardaginn 13. des. þar
sem í ljós hafði komið að hraðfiskibáturinn Þórunn Ósk
var hálffullur af sjó og talin veruleg hætta á að hann
sykki ef ekki væri við brugðið. Var dælt upp úr bátnum
og gekk það allt greiðlega. Síðastliðna nótt var
hvassviðri og mældist vindhraði á Skagastrandarhöfn
20 m/sek og mesti vindur í hviðum 28-30 m/sek. Ekki
er vitað fyrir víst hvort veðrið var ástæða þess að
báturinn fylltist af sjó eða hvort aðrar ástæður voru til
þess.