Laugardaginn 4.janúar s.l. fór fram Hraðskákmót Skagastrandar og eru nú liðnir nokkrir áratugir síðan slíkt mót fór fram en fyrirhugað er að það verði árlegur viðburður. Mótið var hið skemmtilegasta en hraðskákmeistari Skagastrandar árið 2025 er Halldór Ólafsson. Í öðru sæti var Jens Jakob Sigurðarson og Lárus Ægir Guðmundson í þriðja sæti.
Um miðjan apríl mánuð n.k. fer svo fram Skákmót Skagastrandar og er það í annað sinn eftir að sú keppni var endurvakin á síðasta ári.. Mótið verður auglýst síðar.
Skákmótin eru skipulögð og kostuð af fyrirtækinu H 59 ehf.