Hreinni Skagaströnd
Í samvinnu við Sveitarfélagið Skagaströnd mun Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra standa fyrir hreinsunarátaki í júlí, þar sem markmiðið verður að fjarlægja af lóðum járnarusl, bílhræ og annað drasl sem getur talist lýti á umhverfinu.
Óskað er eftir að íbúar og fyrirtæki taki þátt í átakinu með því að hirða um það sem kann að vera nýtilegt og raði því snyrtilega upp, en komi öðru til förgunar. Hægt er að óska eftir aðstoð áhaldahúss við hreinsunarstarfið.
Í byrjun júlí mun Heilbrigðiseftirlitið ef þurfa þykir, líma viðvörunarorð á þá lausamuni og númerslausu bifreiðar sem enn eru til lýta og þeir fjarlægðir í framhaldinu.
Sigurjón Þórðarson
heilbrigðisfulltrúi