Í dag, 8. júní verður opnaður nýr vefur ismus.is þar sem verður hægt að hlusta á hljóðupptökur í eigu Fræðafélags Vestur-Húnvetninga sem hafa verið í geymslu Héraðsskjalasafnsins á Hvammstanga. Upptökurnar eru meðal annars viðtöl með lífsferilssögum 42 sveitunga frá 7.-10. áratug síðustu aldar, ásamt upptökum af mannamótum, skemmtunum og pólitískum fundum.Vefurinn með húnvetnsku upptökunum er undir heitinu "Fræðafélag"
Afritun og skráning heimildanna er verkefni unnið að frumkvæði Rannsóknarseturs HÍ á Norðurlandi vestra á Skagaströnd í samvinnu við Tónlistarsafn Íslands, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Miðstöð munnlegrar sögu og Forsvars ehf. á Hvammstanga sem sá um skráninguna,.
Vaxtarsamningur Norðurlands vestra, Menningarsamningur Norðurlands vestra, Húnaþing vestra og Þjóðhátíðarsjóður styrktu verkefnið.