Húnvetnskar konur fá styrki frá félagsmálaráðuneytinu

Spákonuhof á Skagaströnd fékk hæsta styrkinn

Félags- og tryggingamálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, hefur úthlutað styrkjum til atvinnumála kvenna að fjárhæð 15.790.000 krónur. Styrkjunum er ætlað að styðja við bakið á konum sem hafa áhuga á að hasla sér völl sem sjálfstæðir atvinnurekendur og eru með áhugaverða viðskiptahugmynd.

 

Að þessu sinni var um að ræða aukaúthlutun styrkja til atvinnumála kvenna fyrir árið 2007 vegna mótvægisaðgerða ríkisstjórnarinnar og því mestu úthlutað til kvenna á landsbyggðinni. Alls bárust 115 umsóknir en 28 verkefnum er úthlutað styrk, allt frá 200.000 til 1.500.000 króna. Hæstu styrkina fá verkefnin Spákonuhof á Skagaströnd og búningaleiga á Akureyri.

 

Athygli vekur að húnvetnskar konur eru afar áberandi í úthlutun og eru með sex styrki af 28 eða rúmlega fimmtung af öllum úthlutuðum styrkjum. Er það virkilegt gleðiefni og ber vott um áræðni, framsýni og kraft viðkomandi kvenna.

 

Eftirfarandi húnvetnsk verkefni fengu úthlutun:

 

Stofa Höllu og Eyvindar 

Viðskiptahugmynd  Elínar Rósu Bjarnadóttur er að setja upp gestastofu Fjalla-  Eyvindar og Höllu á Blönduósi. Í Eyvindarstofu sem verður í stíl Eyvindarhellis er  fyrirhugað að segja sögu útilegumannsins og konu hans í þeim tilgangi að laða að ferðamenn og efla ferðaþjónustu á svæðinu.  

 

Hrafnaþing - sýning um íslenska hrafninn   

Viðskiptahugmynd Sigríðar  Lárusdóttur sem rekur ferðaþjónustuna Gauksmýri  ehf. er að koma upp sýningu um íslenska hrafninn fyrir ferðamenn. Tilgangurinn  er að auka afþreyingu á staðnum og styrkja þann rekstur sem fyrir er. 

 

Úr hreiðri í sæng 

Viðskiptahugmynd Helgu Ingimarsdóttur á Höfnum á Skaga er að fullvinna dún í  æðardúnsængur fyrir innlendan og erlendan markað. 

 

Rjúpnarækt ehf.    

Viðskiptahugmynd Regínu Ólínu Þórarinsdóttur gengur út á það að rækta rjúpur  fyrir jólamarkaðinn. Verkefnið er á frumstigi og verður unnið að því í byrjun að rannsaka möguleika á rjúpnarækt. 

 

Vöruþróun og markaðssetning Saumastofu á Skagaströnd 

Hjá  Saumastofunni Íris á Skagaströnd er fyrirhugað að auka starfsemi  fyrirtækisins með því að endurhanna framleiðslulínu og fara í markaðsátak. Saumastofan hefur haft öruggan markað innan heilbrigðisgeirans og telur 

ónýtt tækifæri þar sem ætlunin er að sækja. 

 

Spákonuarfur 

Viðskiptahugmynd Dagnýjar  Marínar Sigmarsdóttur og samstarfskvenna er að  stofna Spákonuhof á Skagaströnd. Áætlað er að þar verði boðið upp á ýmis  konar spádóma fyrir ferðamenn ásamt rannsóknum á spádómum og sýningu um landnámskonuna Þórdísi spákonu.  

 

Listinn til styrktar atvinnumálum kvenna má skoða hér: http://www.felagsmalaraduneyti.is/media/acrobat-skjol/Styrkir_og_lysing.pdfHúnvetnskar konur fá styrki frá félagsmálaráðuneytinu
Spákonuhof á Skagaströnd fékk hæsta styrkinn

Félags- og tryggingamálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, hefur úthlutað styrkjum til atvinnumála kvenna að fjárhæð 15.790.000 krónur. Styrkjunum er ætlað að styðja við bakið á konum sem hafa áhuga á að hasla sér völl sem sjálfstæðir atvinnurekendur og eru með áhugaverða viðskiptahugmynd.

 

Að þessu sinni var um að ræða aukaúthlutun styrkja til atvinnumála kvenna fyrir árið 2007 vegna mótvægisaðgerða ríkisstjórnarinnar og því mestu úthlutað til kvenna á landsbyggðinni. Alls bárust 115 umsóknir en 28 verkefnum er úthlutað styrk, allt frá 200.000 til 1.500.000 króna. Hæstu styrkina fá verkefnin Spákonuhof á Skagaströnd og búningaleiga á Akureyri.

 

Athygli vekur að húnvetnskar konur eru afar áberandi í úthlutun og eru með sex styrki af 28 eða rúmlega fimmtung af öllum úthlutuðum styrkjum. Er það virkilegt gleðiefni og ber vott um áræðni, framsýni og kraft viðkomandi kvenna.

 

Eftirfarandi húnvetnsk verkefni fengu úthlutun:

 

Stofa Höllu og Eyvindar 

Viðskiptahugmynd  Elínar Rósu Bjarnadóttur er að setja upp gestastofu Fjalla-  Eyvindar og Höllu á Blönduósi. Í Eyvindarstofu sem verður í stíl Eyvindarhellis er  fyrirhugað að segja sögu útilegumannsins og konu hans í þeim tilgangi að laða að ferðamenn og efla ferðaþjónustu á svæðinu.  

 

Hrafnaþing - sýning um íslenska hrafninn   

Viðskiptahugmynd Sigríðar  Lárusdóttur sem rekur ferðaþjónustuna Gauksmýri  ehf. er að koma upp sýningu um íslenska hrafninn fyrir ferðamenn. Tilgangurinn  er að auka afþreyingu á staðnum og styrkja þann rekstur sem fyrir er. 

 

Úr hreiðri í sæng 

Viðskiptahugmynd Helgu Ingimarsdóttur á Höfnum á Skaga er að fullvinna dún í  æðardúnsængur fyrir innlendan og erlendan markað. 

 

Rjúpnarækt ehf.    

Viðskiptahugmynd Regínu Ólínu Þórarinsdóttur gengur út á það að rækta rjúpur  fyrir jólamarkaðinn. Verkefnið er á frumstigi og verður unnið að því í byrjun að rannsaka möguleika á rjúpnarækt. 

 

Vöruþróun og markaðssetning Saumastofu á Skagaströnd 

Hjá  Saumastofunni Íris á Skagaströnd er fyrirhugað að auka starfsemi  fyrirtækisins með því að endurhanna framleiðslulínu og fara í markaðsátak. Saumastofan hefur haft öruggan markað innan heilbrigðisgeirans og telur 

ónýtt tækifæri þar sem ætlunin er að sækja. 

 

Spákonuarfur 

Viðskiptahugmynd Dagnýjar  Marínar Sigmarsdóttur og samstarfskvenna er að  stofna Spákonuhof á Skagaströnd. Áætlað er að þar verði boðið upp á ýmis  konar spádóma fyrir ferðamenn ásamt rannsóknum á spádómum og sýningu um landnámskonuna Þórdísi spákonu.  

 

Listinn til styrktar atvinnumálum kvenna má skoða hér: http://www.felagsmalaraduneyti.is/media/acrobat-skjol/Styrkir_og_lysing.pdf

 

Heimild: www.huni.is