Frá og með áramótum verður sú breyting að sveitarfélagið hættir að greiða húsaleigubætur en þess í stað verða teknar upp húsnæðisbætur sem verða í umsjá
Greiðslustofu húsnæðisbóta https://hms.is/husnaedisbaetur/husnaedisbaetur/
Húsnæðisbætur eru mánaðarlegar greiðslur sem eru ætlaðar til að aðstoða þá sem leigja íbúðarhúsnæði, hvort sem er í félagslega kerfinu, námsgörðum eða á hinum almenna leigumarkaði „út í bæ“.
Greiðslustofan er hluti af Vinnumálastofnun sem annast framkvæmd laga nr. 75/2016 um húsnæðisbætur og tekur ákvarðanir um rétt til húsnæðisbóta.
Almenn afgreiðsla er í höndum Greiðslustofu húsnæðisbóta á Sauðárkróki.
Opnunartími.
Afgreiðsla er opin frá kl. 09:00 - 15:00 alla virka daga.
Skrifstofan er á Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki.
Sími: 515-4800
Netfang: husbot@vmst.is