Þótt fremur snjólétt hafi verið að undanförnu hafa þó komið stöku skaflar og einnig hlaðist upp ruðningar með götum. Í einum slíkum skafli á horni Sólarvegar og Bogabrautar hefur hópur barna komið sér upp snjókastala. Bæði stór og smá leika þau sér saman og gefa sér vart tíma til að koma heim til að fá sér eitthvað í svanginn. Sum hafa reyndar dregið björg í bú og komið með drykki, kex, snakk og lummur svo eitthvað sé nefnt. Yndislegt líf í hvítum köstulum.
Myndir: Signý Richter