Boðað er til almenns íbúafundar í dag, mánudag 1. febrúar kl. 17 í Fellsborg. Fjallað verður um tillögur að aðalskipulagi sveitarfélagsins Skagastrandar 2010-2022.
Kynnt verður tillaga að landnotkun fyrir sveitarfélagið í heild og þéttbýli á Skagaströnd og auk þess umhverfis-skýrsla aðalskipulagsins.
Í aðalskipulagi er mörkuð stefna sveitarstjórnar um landnotkun í sveitarfélaginu til framtíðar. Tekin eru frá svæði fyrir samgöngu- og þjónustukerfi, atvinnusvæði, íbúðabyggð, frístundabyggð, verndarsvæði o.fl.
Megintilgangur fundarins er að gefa íbúum og hagsmunaaðilum tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum áður en gengið verður frá aðalskipulags-tillögunni til auglýsingar.
Skipulagsráðgjafar frá Landmótun gera grein fyrir tillögunum og taka á móti athugasemdum.
Íbúar eru hvattir til að mæta og hafa þannig áhrif á það samfélag sem þeir búa í.
Magnús B. Jónsson, sveitarstjóri