Opinn íbúafundur í Austur Húnavatnssýslu
Haldinn í Félagsheimilinu á Blönduósi
Boðað er til opins fundar fyrir íbúa í Austur-Húnavatnssýslu í Félagsheimilinu á Blönduósi til að ræða atvinnumál í sýslunni og kynna Greinargerð um atvinnuuppbyggingu í Austur - Húnavatnssýslu. Fundurinn verður haldinn mánudaginn 29. júní kl. 17:30.
Dagskrá:
„Atvinnuuppbygging í Austur – Húnavatnssýslu.“ Greinargerð verkefnisstjórnar A –Hún. – Arnar Þór Sævarsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar
Staða byggðaþróunar í Austur-Húnavatnssýslu – Snorri Björn Sigurðsson, forstöðumaður Þróunarsviðs Byggðastofnunar
Álver á Hafursstöðum – Ingvar Skúlason frá Klöppum
Umræður og tillögur
Skýrslan er aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna. (hér)