Íbúaþing á Skagaströnd

Íbúaþing verður haldið fimmtudaginn 7. mars kl. 18-22, í félagsheimilinu Fellsborg.

 

Dagskrá

Setning

Skagaströnd í tölum

Hópavinna

,,Hvað gerir Skagaströnd aðlaðandi?”

Matarhlé

Hópavinna

,,Hvernig viljum við sjá Skagaströnd eftir 10 ár?”

Kaffihlé

Hópavinna

,,Hver eru helstu atvinnutækifærin?”

Þingslit

 

Markmið íbúaþingsins eru:

 Að fá fram viðhorf íbúa sveitarfélagsins sem nýtast munu sveitarstjórn við stefnumótun á komandi árum.

 Að auka þátttöku og aðgengi almennings að ákvarðanatöku varðandi málefni sveitarfélagsins og samfélagsins í heild.

 

Á þinginu verður unnið í hópum undir stjórn starfsmanna SSNV þar sem leitað verður eftir hugmyndum og tillögum fundarmanna um málefni sem varða framtíðarsýn í búa í atvinnumálum og almennri byggðaþróun.

 

Sveitarfélagið Skagaströnd                                                               SSNV