Íþróttamaður USAH 2024 - Elísa Bríet Björnsdóttir

Elísa Bríet Björnsdóttir. Mynd fengin að láni af Fésbókarsíðu Umf. Fram.
Elísa Bríet Björnsdóttir. Mynd fengin að láni af Fésbókarsíðu Umf. Fram.
Viðburðurinn ,,Íþróttamaður USAH 2024" var haldinn við hátíðlega athöfn í gær. Á Fésbókarsíðu Ungmennafélagsins Fram segir:
"Við getum aldeilis verið stolt af okkar fólki og óhætt að segja að framtíðin sé björt.  Elísa Bríet Björnsdóttir hlaut afgerandi kosningu í fyrsta sæti og er hún því íþróttamaður ársins hjá USAH. Í öðru sæti var Birgitta Rún Finnbogadóttir og í því þriðja var Guðmann Jónasson. Ungu og efnilegu íþróttafólki voru veittar viðurkenningar og áttum við þrjú glæsileg ungmenni í þeim flokki. Kartín Heiða Finnbogadóttir hlaut viðurkenningu fyrir árangur í fótbolta, Katrín Sara Reynisdóttir fyrir hestaíþróttir og Patrik Máni Róbertsson hlaut tvöfalda viðurkenningu fyrir árangur í körfubolta og golfi. Síðast en ekki síst var Monika Jónasdóttir sjálfboðaliði ársins hjá Fram og þökkum við henni kærlega fyrir aðstoðina siðastliðin 20 ár. Íþróttafólkinu okkar óskum við hjartanlega til hamingju með árangurinn á árinu sem er að líða. Við hlökkum til að fylgjast með ykkur áfram. "
 
Glæsilegur árangur hjá okkar fólki og öllu íþróttafólki á svæðinu. Til hamingju öll!
 
Fylgjast má með starfi Ungmennafélagsins Fram á Fésbókarsíðu félagsins hér.