Jólaföndur í Höfðaskóla

Þann 29. nóvember verður árlegur jólaföndurdagur foreldrafélagsins haldinn, þetta hefur hingað til verið frábær dagur þar sem öll fjölskyldan kemur saman og föndrar og hefur gaman af.

 

Við viljum minna á að jólaföndrið er opið öllum sem vilja koma, svo endilega bjóðið afa og ömmu eða bara hverjum sem er með.

 

Eins og áður er þetta sama dag og piparkökubaksturinn í leikskólanum. 

 

Fjörið stendur frá kl. 13:00 – 16:00

 

Foreldrafélagið verður með ýmiskonar jólaföndurvörur til sölu og einnig verður selt kaffi og kökudiskur.

 

Mjög gott er að hafa í huga að koma með skæri, límstifti, föndurliti, pennsla og nál ef fólk á.

 

Vonumst til þess að sjá sem flesta í jólaskapi

 

Stjórn foreldrafélagsins