Jólatónleikar Tónlistarskóla A-Hún, á
Skagaströnd, fóru fram í Hólaneskirkju 17. desember. Þar komu nemendur skólans
fram og léku listir sínar á hljóðfæri. Einnig sungu tveir nemendur skólans.
Tónleikarnir voru vel sóttir og nemendum klappað lof í lófa.
Meðfylgjandi myndir tók Signý Richter.
Efsta myndin: Arnar Páll, Elmar, Anna Dís, Gunnþór, Bergrós Helga, Elías Gunnar, Róbert Björn og Sæunn flytja jólalag ásamt Skarphéðni Einarssyni, kennara þeirra.
Á næstu mynd spilar Daði Sveinsson á blokkflautu. Til aðstoðar er Hugrún Sif, kennari hans.
Á þriðju myndinni spilar Elín Ósk Björnsdóttir á trompett.
Fjórða myndin er af Ívan Árna Róbertssyni.
Fimmta myndin er af Valgerði Ingvarsdóttur sem
leikur á þverflautu.
Á sjöttu myndinni má sjá Róbert Björn Ingvarsson
og Skarphéðinn, kennara hans, plokka gítarinn.
Sjöunda myndin er af Hebu Líf Jónsdóttur sem þenur harmónikkuna.
Áttunda myndin er af Ingibjörgu Maríu Reynisdóttur sem syngur jólalagið vinsæla, Hvít jól við undirleik Páls Szabo.