Sem sólargeisli í myrkasta skammdeginu kemur Sigga Beinteins til Skagastrandar og heldur jólatónleika í Hólaneskirkju miðvikudaginn 15. desember kl. 20.
Þetta er auðvitað stórfrétt. Söngkonan heldur fimm tónleika víðs vegar um landið nú á aðventunni en lýkur ferð sinni á Skagaströnd.
Ekki er það svo síðri frétt að aðgangurinn er öllum án endurgjalds. Eins og svo oft áður býður Minningarsjóðurinn um hjónin frá Garði og Vindhæli og nú, eins og svo oft áður, leggur sjóðurnn sitt af mörkum til að efla menningarlíf á Skagaströnd og gefur íbúunum kost á að njóta landsþekktra skemmtikrafta þrátt fyrir fámennið.
Sjálf segir Sigga að jólatónleikarnir verði hugljúfir og einlægir og á persónulegum nótum. Við hin þökkum boðið, tökum miðvikudagskvöldið frá og fjölmennum.