Jónsmessunótt er nótt kynjavera og galdra því þá eru skilin milli raunheima og kynjaheima óskýr og jafnvel opin sumsstaðar. Því væri tilvalið að koma með óskir og fyrirbænir á miðum til þess að senda með logagöldrum til vera sem gætu jafnvel orðið við þeim.
Ef þið hafið ekki trú á svoleiðis væri tilvalið að skrifa einhverja fordóma á miða og brenna þá til ösku – svona í anda Pollapönkarana.
Spákonur úr Spákonuhofinu mæta á svæðið og hver veit hvað gerist þá.....
Svo er nú bara alltaf gaman að hittast, kveikja í kesti og jafnvel syngja nokkur lög. Kassagítarar og hverskonar hljóðfæri eru líka sérstaklega velkomin.
Ungmennafélagið Fram Sveitarfélagið Skagaströnd