Húsið er laust til afnota í byrjun september og í því er búnaður til reksturs kaffihúss. Með umsókn fylgi hugmyndir um nýtingu, rekstur og menningarlegt hlutverk hússins.
Bjarmanes er fallegt steinhús, byggt 1913 en var allt endurbyggt 2004,og hefur þann einstaka anda sem einkennir mörg gömul hús. Það stendur miðsvæðis með góðu útsýni yfir höfnina og Húnaflóann.
Umsóknum skal skilað á skrifstofu Sveitarfélagsins Skagastrandar
fyrir 15. júlí 2013. Umsóknum má einnig skila rafrænt á netfangið magnus@skagastrond.is
Fyrir hönd sveitarstjórnar,
21. júní 2013.
Sveitarstjóri