03.06.2010
Nú hefur kaffihúsið í Bjarmanesi verið opnað á ný eftir vetrarhvíld. Vertinn, Steinunn Ósk Óskarsdóttir, er mætt á staðinn og býður alla hjartanlega velkomna í heimsókn
Matseðillinn er nýr, segir Steinunn. Geggjuð fjölbreytni og nýungar, en humarsúpan er þó á sínum stað og plokkarinn. Víst er að mörgum léttir við þær fréttir.
Við verðum með endalausar uppákomur í allt sumar. Fjöldi tónlistarmanna mun koma og leika. Við verðum með listsýningar. Sú fyrsta er ljósmyndasýning Snorra Gunnarssonar, ljósmyndara. Hann hefur verið starfandi í Kanada undanfarin ár og vakið mikla athygli fyrir frábærar myndir, sjá http://www.snorricv.com/.
Einnig eru listmyndir til sölu eftir handsverksfólk og svo má lengi telja.