Gleðibankinn stendur fyrir spurningakeppni á netinu á sunnudaginn.
Vefslóðin að streyminu verður birt á facebook-síðunni: Íbúar á Skagaströnd á sunnudaginn kl. 16:45.
Keppendur þurfa að hafa bæði tölvu/spjaldtölvu og snjallsíma til að geta tekið þátt.
Leiðbeiningar:
- Opnaðu vefslóðina í tölvunni/spjaldtölvunni og þá birtist talnaruna
- Sláðu inn kahoot.it í símanum þínum og settu þar inn talnarununa sem kom upp á tölvuskjánum
- Þú þarft að keppa undir einhverju nafni. Settu það inn í símann.
- Spurningarnar birtast í tölvunni/spjaldtölvunni. Hver spurning hefur fjögur svör sem birtast síðan í símanum þínum í fjórum mismunandi litum. Aðeins eitt svaranna er rétt.
- Ýttu á þann lit í símanum þínum sem passar við rétt svar.
- Athugaðu að þú hefur aðeins 30 sekúndur til að svara og því fyrr sem þú svarar rétt þeim mun fleiri stig færðu fyrir spurninguna.
Tökum þátt og lyftum okkur upp í skammdeginu.
Bankastjórar Gleðibankans