Kennarar afhenda áskorun um kjarabætur

 

Í gær þriðjudaginn 8. nóv. afhentu kennarar á Skagaströnd Magnúsi Jónssyni sveitarstjóra undirskriftir 3142 kennara á landinu, þar sem þeir fara fram á kjarabætur og bætt starfsskilyrði. Samskonar listar hafa verið afhentir víða um land.  Einnig var yfirlýsing frá KSNV afhent þar sem lýst er þungum áhyggjum af skólamálum á landinu.

 

Kennarar hafa í tvígang fellt kjarasamning á þessu ári og ljóst er  að enn ber mikið á milli samningsaðila, þar sem deilunni var vísað til Ríkissáttasemjara mánudaginn 7. nóv.