Allan október hefur Hólaneskirkja verið lýst með bleikum ljósum. Þetta er gert til að sýna á táknrænan hátt stuðning við baráttuna við brjóstakrabbamein. Fjöldi bygginga á landinu er á sama hátt orðinn bleikur þegar skyggja tekjur.
Óhætt er að segja að kirkjan líti ákaflega vel út svona upplýst. Signý Ó. Richter tók meðfylgjandi myndir sem sýna ákaflega vel hversu falleg kirkjan er.