Í morgun, 20 júní hófst frístundastarf á vegum UMF Fram og Höfðahrepps. Námseiðið mun standa í 8 vikur eða fram til 17. ágúst og verður á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum kl: 10:00 - 12:00. Starfið er opið fyrir börn fædd á árunum 1993 - 2000. Það verða meðal annars gróðursettar matjutir, smíðaðir kofar, farið í íþróttir og leiki ásamt ýmis konar vettvangsferðum. Starfsemin mun fara fram á íþróttavellinum og sunnan hans.
Fyrstu vikuna er mest hugað að undirbúningi á matjurtagörðum og gróðursetningu svo að stígvél og hlífðarfatnaður kemur sér vel.
P.S. Ágætu foreldrar, ömmur, afar, frænkur, frændur og aðrir bæjarbúar Börnin hafa mjög gaman af því að hafa fullorðna með í leik og starfi. Því þætti okkur vænt um að þið gæfuð ykkur tíma til að koma og starfa með okkur og börnunum stund og stund eða dag og dag. Sérstaklega væri gaman að fá fólk með "græna fingur" núna fyrstu dagana, börnunum til aðstoðar.