17.01.2011
Íbúar á Skagaströnd hafa fengið senda heim til sín skoðanakönnun sem sveitarfélagið stendur fyrir. Ástæðan fyrir henni er að ADSL stöð Símans á Skagaströnd ræður ekki við nægan gagnaflutning svo hægt sé að bjóða upp á aðgang að Sjónvarpi Símans og hraðara Internet.
Fulltrúar sveitarstjórnar hafa rætt við forstjóra Símans og óskað eftir breytingum. Niðurstaðan var sú að kanna hversu margir bæjarbúar myndu nýta sér aukna þjónustu.
Ástæða þykir að kanna áhuga bæjarbúa fyrir aukinni þjónustu áður en rætt verður frekar við forráðamenn Símans.
Bæjarbúar eru nú hvattir til að taka þátt í könnuninni og segja hug sinn, hvort þeir myndu nýta sér þá þjónustu sem lýst er í skoðanakönnuninni og á heimasíðu Símans eða ekki.
Nemendur í 10. bekk Höfðaskóla munu ganga í hús miðvikudaginn 19. og fimmudaginn 20. janúar og safna saman seðlunum.
Einnig er hægt að skila seðlum á skrifstofu sveitarfélagsins til kl. 16. föstudaginn 21. janúar næst komandi.
Sýni niðurstöður könnunarinnar mikinn áhuga verða þær notaðar til að knýja á um að Skagstrendingar fái notið sömu þjónustu og flestir aðrir landsmenn.
Miðað er við að hvert heimili eða fjölskylda skili aðeins einum seðli.