Könnun fyrir foreldra um Hjallastefnuna

 

Mánudaginn 31.03.2014 var skrifað undir viljayfirlýsingu um samstarf Hjallastefnu og sveitarfélagsins Skagastrandar. Í henni felst vilji beggja aðila til að kanna hvort grundvöllur sé fyrir því að Hjalli komi að rekstri leik- og/ eða grunnskóla.


Foreldrafélög Höfðaskóla og Barnabóls hafa ákveðið að kanna áhuga foreldra á því að fá Hjallastefnu.Foreldrar hafa fengið tölvpóst með slóð á könnunina. Mikilvægt er að allir foreldrar taki þátt og verður könnunin opin fram að miðnætti föstudaginn 02.05.2014. 


Niðurstöður verða kynntar foreldrum og sveitarstjórn að könnun lokinni.

 

Þeir sem vilja kynna sér Hjallastefnuna betur er bent á heimasíðu Hjalla og ýmsar like-síður á facebook sbr. Hjalli, Vífilsskóli og Leikskólinn Völlur.

Gestirnir okkar sem komu í heimsókn mánudaginn 31.mars eru jafnframt tilbúnir til þess að svara fyrirspurnum:

• Alfa, leikskólastjóri á Hólmasól: alfa@hjalli.is

• Ingunn Eir, foreldri tveggja barna í leikskólanum Hólmasól: iee@visir.is

• Lína, aðstoðarleikskólastjóri á Hólmasól: lina@hjalli.is

• Sigrún Björg, foreldri 2ja drengja sem hafa verið í leik- og grunnskólum Hjallstefnunnar og eldri drengurinn er á einhverfurófi: sigrun@soa.is

• Margrét Pála, fræðslustjóri Hjallastefnunnar: mpo@hjalli.is

• Matthías, sálfræðingur, kennari og aðstoðarmaður stjórnarformanns Hjalla: mm@hjalli.is

 

Einnig erum við velkomin í heimsókn, sérstaklega í leikskólann Hólmasól á Akureyri ef við hringjum á undan okkur.


Kær kveðja stjórnir foreldrafélaganna í Höfðaskóla og Barnabóli.