Kvikmyndahátíð á Skagaströnd

 

Kvikmyndahátíðin “The Weight of Mountains” er fyrsta kvikmyndahátíðin sem haldin er á Skagaströnd. Dagana 21.-23. febrúar nk. verður bíó í bænum þar sem ekkert bíó er lengur.

 

Þema hátíðarinnar, sem er í umsjón Melody Woodnutt og Tim Marshall frá Nes listamiðstöð, er „Maðurinn og umhverfi hans“. Allar myndirnar, sem sýndar verða á hátíðinni, fjalla um það hvernig umhverfið hefur áhrif á okkur og hvernig við höfum áhrif á umhverfið.

 Tíu erlendir kvikmyndagerðarmenn hafa dvalið í Nes listamiðstöð á Skagaströnd í þrjá mánuði og unnið að undirbúningi þessarar kvikmyndahátíðar. Meðal annars áttu listamennirnir að gera stuttmynd á Skagaströnd um reynslu sína af gagnvirkum áhrifum íbúanna og umhverfisins.Aðgangur að hátíðinni er ókeypis.

Nánari lýsing á kvikmyndahátíðinni er hér:

https://www.dropbox.com/sh/t6bfjkc47mkb2zj/-AjIxmQfh8/TWOM%20Film%20Festival%20Program%202013.pdf