Kynningar á möguleikum í Evrópusamstarfi

Byggðastofnun og ráðuneyti menntamála og iðnaðar (í samstarfi við vaxtarsamningana) gangast þessa dagana fyrir kynningum á möguleikum í Evrópusamstarfi.

Kynningarnar eru haldnar á nokkurm stöðum um landið, og miðvikudaginn 18. mars er komið að Norðurlandi vestra. Þá munu fulltrúar evrópskra samstarfsáætlana og þjónustuskrifstofa standa fyrir kynningu á styrkja- og samstarfsmöguleikum á vegum evrópskra áætlana.

Kynningin fer fram í bóknámshúsi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki, kl. 10 – 13. Þetta er kjörið tækifæri fyrir einstaklinga, skóla, fyrirtæki, stofnanir og samtök að kynna sér möguleika til samstarfs á flestum sviðum menntunar, menningar og atvinnulífs.
 
Dagskráin hefst með sameiginlegum kynningum áætlananna, og sagt verður frá nokkrum verkefnum hér af Norðurlandi vestra. Að því búnu munu fulltrúar einstakra áætlana verða til viðtals, allt fram til kl. 13.
 
Við sama tækifæri munu fulltrúar eftirtalinna aðila innan stoðkerfisins kynna starfsemi sinna stofnana stuttlega, og þá möguleika sem í henni felast:
 
·         Impra á Nýsköpunarmiðstöð
·         Vinnumálastofnun
·         SSNV atvinnuþróun
·         Menningarráð Norðurlands vestra
·         Vaxtarsamningur Norðurlands vestra.
 
Allir velkomnir!