Kynningar og Íbúafundur vegna stofnunar framhaldsdeildar (dreifnáms) í Austur Húnavatnssýslu fyrir nemendur níunda og tíunda bekkja og foreldra/forráðamenn þeirra

 

Þann 6. mars n.k. verður boðið til kynningar- og íbúafundar vegna fyrirhugaðs framhaldsnáms (dreifnáms) í heimahéraði.

 

 

Almennur borgarafundur um dreifnámið verður haldinn kl. 20:00 í Fellsborg Skagaströnd 6. mars og eru allir íbúar hjartanlega velkomnir en foreldrar elstu nemenda grunnskólans eru sérstaklega hvattir til að mæta til að kynna sér þessa leið við byrjun framhaldsnáms.

 

Á fundunum mun Þorkell Þorsteinsson, aðstoðarskólameistari Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, fara ítarlega yfir starfsemi deildarinnar.  Rakel Runólfsdóttir umsjónarmaður dreifnáms FNV á Hvammstanga og nemendur þaðan kynna hvernig til hefur tekist með uppbyggingu dreifnámsins á Hvammstanga. Fulltrúar sveitarfélaga í A-Hún.  munu skýra frá undirbúningi heima í héraði.  Auk kynninganna verður tekið við fyrirspurnum frá fundargestum.



Með von um góða mætingu!

Undirbúningsnefnd